Hugbúnaðarþróunarstjóri / Software Development Manager
Sölu- og markaðssvið
Við hjá Blue Car Rental förum óhefðbundnar leiðir í rekstri þar sem tæknimál eru afar mikilvæg. Við leitum að öflugum forritara í starf hugbúnaðarþróunarstjóra. Hlutverkið felur í sér að leiða framþróun á þeim fjölmörgu tæknilausnum Blue Car Rental, allt frá vefsíðu yfir í flóknar sérlausnir. Starfið felur einnig í sér verkefnastýringu á þeim verkefnum sem unnin eru í nánu samstarfi við hugbúnaðarfyrirtæki.
Hugbúnaðarþróunastjóri ber ábyrgð á þróun, viðhaldi og framþróun hugbúnaðarlausna Blue Car Rental. Hann tryggir að lausnir styðji stefnu og rekstur fyrirtækisins og að gæði, öryggi og skilvirkni séu ávallt í fyrirrúmi. Hugbúnaðarþróunastjóri vinnur náið með öðrum sviðum fyrirtækisins til að hanna, innleiða og viðhalda hugbúnaðarlausnum og vefsvæðum sem auka virði og bæta upplifun viðskiptavina og starfsfólks.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Leiða, þróa og viðhalda hugbúnaðarlausnum fyrirtækisins
- Stýra hugbúnaðarverkefnum frá hugmynd til innleiðingar
- Tryggja að hugbúnaðarlausnir séu öruggar, stöðugar og í samræmi við stefnu fyrirtækisins
- Eiga virkt samstarf við önnur svið fyrirtækisins um þróun og þarfagreiningar
- Innleiða nýjar tækni- og hugbúnaðarlausnir sem auka skilvirkni og öryggi
- Umsjón með prófunum, gæðatryggingu og skjölun hugbúnaðar
- Fylgjast með þróun í hugbúnaðar- og tæknigeiranum og innleiða bestu starfsvenjur
- Sjá um samskipti við utanaðkomandi samstarfsaðila og birgja hugbúnaðarlausna
Hæfni:
- Háskólamenntun í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða skyldum greinum æskileg/mikil starfsreynsla
- Reynsla af stjórnun hugbúnaðarverkefna
- Traust þekking á hugbúnaðarþróun, arkitektúr og hönnun kerfa
- Þekking á gagnagrunnum, API-þróun og skýjalausnum
- Lausnamiðuð nálgun, frumkvæði og metnaður til að ná árangri
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
- Skipulagshæfni og hæfni í mannlegum samskiptum
About Blue Car Rental
Bílaleigan Blue Car Rental var stofnuð árið 2010 og er í dag með stærri bílaleigum landsins. Frá stofnun höfum við þjónustað yfir eina milljón ferðamenn sem hafa komið og ferðast hér um allt land á öruggum bíl. Við erum þó miklu meira en bílaleiga. Hjá okkur starfa yfir 100 einstaklingar í mjög fjölbreyttum störfum. Virði Blue Car Rental liggur í mannauðnum þar sem þekking og færni starfsmanna nær yfir afar mörg svið og endurspeglar ferðalag bílsins frá því hann er keyptur, leigður, lagaður og loks seldur. Við horfum á okkur sem gagnadrifin og tæknisinnaðan vinnustað sem leitast eftir því að vera leiðandi á markaði í nýstárlegri hugsun og þjónustu til viðskiptavina. Öll vinnum við að því sameiginlega markmiði að tryggja áhyggjulaust ferðalag og setjum gagnsæi, öryggi og einstaka upplifun okkar viðskiptavina ávallt í forgang. Við vitum hvað þarf til að ná framúrskarandi árangri og sú vinna stoppar aldrei. Samkeppnin á bílaleigumarkaði er mikil og það kallar á orku, sveigjanleika og nýstárlegar hugsanir að leiða á okkar markaði. All flestir samkeppnisaðilar eru að selja sama bílaleigubílinn og því reynir svo sannarlega á að skera sig úr fjöldanum. Það gerum við með stöðugri nýsköpun og þróun á okkar lausnum. Við höfum að fullu fært hið ævaforna afgreiðsluferli bílaleigubíla frá afgreiðsluborði í síma eða tölvu viðskiptavina. Þannig höfum við gjörbylt því hvernig bílar eru afhentir í okkar grein. Við trúum því að við séum með bestu bílaleiguþjónustu sem í boði er, ekki bara á Íslandi heldur í heimi. Við erum leiðandi með því að velta sífellt fyrir okkur breyttum þörfum viðskiptavinarins sem fara stöðugt vaxandi. Við einsetjum okkur að einfalda allt bílaleigu ferlið bæði fyrir viðskiptavini sem og starfsfólk. Einungis þannig næst staðfærsla á gæðunum í okkar þjónustu. Að vera framúrskarandi að öllu leyti er það sem við stefnum á. Áreiðanleiki og traust er það sem við stöndum fyrir og við tryggjum það með stöðugum umbótum á okkar starfsemi, nýsköpun í þjónustu og umfram allt, frábæru starfsfólki. Gildi Blue Car Rental eru: Sveigjanleiki, Umhyggjusemi, Heiðarleiki og Framsækni. Þessi gildi leiða okkur í gegnum allar ákvarðanir, hönnun og þjónustu. Blue Car Rental er samfélagslega ábyrgt félag. Við trúum því að hlutverk okkar nái langt umfram vegi landsins og höfum við í mörg ár verið virkur þátttakandi í verkefnum sem bæta samfélagið okkar.
To be considered for this job, sign up and complete your profile.
Add your CV to Opus Futura to show interest in and check if you match with this job. The system reads the CV automatically. You just need to check that everything is correct and add your preferences. Then enjoy being automatically and anonymously matched with all other jobs defined by our customers. We never give access to your personal information such as name, gender, age, places of work, etc., unless you have confirmed that you want to be considered for a job opportunity that you have been matched with.
