Viðskiptastjóri magnvöru hjá Lýsi
Söludeild magnvöru
Lýsi leitar nú að framsæknum og árangursdrifnum einstaklingi til framtíðarstarfa í stöðu viðskiptastjóra í söludeild magnvöru. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf með spennandi tækifærum í alþjóðlegu umhverfi. Viðskiptastjóri ber ábyrgð á samskiptum og sölu magnvöru til erlendra kaupenda á lýsisafurðum.
Helstu verkefni
· Sala á lýsisvörum á erlenda markaði.
· Veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu.
· Svörun fyrirspurna og tilboðsgerð.
· Móttaka pantana, skráning þeirra og eftirfylgni.
Hæfniskröfur
· Menntun og/eða starfsreynsla sem nýtist í starfi.
· Framúrskarandi samskiptahæfni.
· Góð kunnátta í íslensku og ensku.
· Rík þjónustulund.
· Góð skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
-Samviskusemi og vandvirkni.
· Góð almenn tölvukunnátta.
Umsóknarfrestur er til og með 20. ágúst n.k. Áhugasöm eru hvött til að setja inn ferilskrá og merkja við áhuga sinn á starfinu hér á Opus Futura. Vinsamlega athugið að ekki verður tekið á móti umsóknum með öðrum hætti.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Þorsteinsdóttir í síma 695 8110.
Hafirðu spurningar um ráðningaferlið, sendu okkur póst á hello@opusfutura.is.
About Lýsi hf.
Hjá Lýsi starfar öflugur og fjölbreyttur hópur fólks. Er það markmið Lýsis að gera starfsfólk þátttakendur í velferð fyrirtækisins og skapa þannig sterka liðsheild sem vinnur að sama marki. Lýsi er rótgróið fyrirtæki sem framleiðir heilsuvörur úr sjávarafurðum og flytur út vörur til yfir 70 landa. Starfsemin byggir á samhentum og jákvæðum mannauði sem hefur gæði og þjónustu að leiðarljósi. Lýsi leggur metnað í að taka vel á móti nýju starfsfólki og hlúa að menntun og þjálfun þess svo þau geti leyst störf sín af hendi með sóma og líði vel í starfi. Lýsi vill ráða og halda hæfu starfsfólki sem notar uppbyggileg samskipti á vinnustaðnum, þar sem jöfn laun og jafnrétti eru lögð til grundvallar. Menning Lýsis einkennist af heiðarleika, jákvæðni, ábyrgð og virðingu.
To be considered for this job, sign up and complete your profile.
Add your CV to Opus Futura to show interest in and check if you match with this job. The system reads the CV automatically. You just need to check that everything is correct and add your preferences. Then enjoy being automatically and anonymously matched with all other jobs defined by our customers. We never give access to your personal information such as name, gender, age, places of work, etc., unless you have confirmed that you want to be considered for a job opportunity that you have been matched with.