Bókari
Bókhald
Ert þú skipulagður einstaklingur með ástríðu fyrir bókhaldi? Vegna aukinna umsvifa leitum við að öflugum og metnaðarfullum bókara til að sinna almennu bókhaldi fyrir viðskiptavini okkar. Unnið er á DK bókhaldskerfi fyrir flesta viðskiptavini. Við leitum að töluglöggum og nákvæmum einstaklingum til að slást í okkar frábæra hóp. Helstu verkefni: -Dagleg færsla bókhalds -Afstemming banka, kreditkorta og lykilreikninga -Útreikningur og skil á virðisaukaskatti (VSK) -Undirbúningur fyrir ársuppgjör og aðstoð við endurskoðun -Samskipti við viðskiptavini, birgja og opinbera aðila -Þátttaka í innri umbótaverkefnum og hagræðingu verklags Hæfniskröfur: -Menntun í bókhaldi, eða skyldum greinum (t.d. viðurkenndur bókari eða sambærilegt) -Reynsla af almennu bókhaldi, að lágmarki 1–2 ár -Góð tölvukunnátta, sérstaklega í bókhaldskerfum, þekking á DK kostur -Skipulagshæfni, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum -Góð samskiptahæfni og þjónustulund
About Fastland
Fastland er framsækið bókhaldsfyrirtæki sem veitir persónulega og faglega þjónustu í öllum hliðum fjármála fyrir atvinnurekstur. Við leggjum áherslu á skýra upplýsingagjöf til að styðja viðskiptavini okkar í daglegum rekstri, svo þeir geti sinnt sínum hugðarefnum með hugarró. Við erum stolt af því að veita ráðgjöf og þjónustu á mannamáli.